Íslenska

Um vefinn

Í Hljóðsafninu eru stafræn afrit af 78 snúninga hljómplötum, tónlistardiskum, snældum og vefútgáfu.
Hljóðrit í höfundarrétti er hægt að hlusta á í Þjóðarbókhlöðu, en efni sem komið er úr höfundarrétti er í opnum aðgangi á netinu.

Í safninu eru nú afrit af tónlistardiskum frá fyrstu ellefu árum útgáfunnar hér á landi (1987–1997) og eitthvað af nýrri útgáfu, en jafnt og þétt bætist í Hljóðsafnið.

Í Hljóðsafninu eru einnig aðgengileg viðtöl sem eru varðveitt í Miðstöð munnlegrar sögu. Þetta á eingöngu við um viðtöl þar sem liggur fyrir samþykki viðmælanda, spyrils og þess sem hefur afhent. Unnið er jafnt og þétt að því að bæta við fleiri viðtölum.

Tilgangurinn með Hljóðsafninu er tvíþættur, að varðveita hljóðrit Landsbókasafns til frambúðar og bæta aðgang að þeim.


Heildarfjöldi hljóðskráa Aðgengilegar innan safnsins Aðgengilegar almenningi
36.551 36.547 620


Beiðni um afritun á hljóðriti sem ekki er í Hljóðsafni má senda í netfangið tonogmyndsafn (hja) landsbokasafn.is
Best er að flestar af eftirtöldum upplýsingum komi fram til að rétt hljóðrit verði afritað:
Titill, flytjandi, útgefandi og útgáfuár. Þessar upplýsingar má nálgast á leitum.is

Fyrst um sinn er eingöngu hægt að taka við óskum um afritun af geisladiskum og snældum.
Þegar umbeðið hljóðrit er komið í Hljóðsafnið verður látið vita um það í tölvupósti til þess er sendi beiðnina.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þjóðarbókhlöðunni
Arngrímsgötu 3 - 107 Reykjavík
Sími: 525 5600
Fax: 525 5615
Netfang: landsbokasafn (hjá) landsbokasafn.is